Dverghjarta
'Bacchanal' er afbrigði af dverghjarta með sterkbleikum blómum. Það virðist ekki eins gróskumikið og tegundin, en það er ekki komin löng reynsla á það hjá mér. Það þrífst best í lífefnaríkum, frekar rökum jarðvegi, sem er þó vel framræstur í sól eða skugga part úr degi. Of mikill skuggi kemur niður á blómgun.