Campanula rotundifolia
Bláklukka
Blágresisætt
Campanulaceae
Height
lágvaxin, 15 - 30 cm
Flower color
bláfjólublár
Flowering
júlí - ágúst
Leaf color
grænn
Lighting conditions
sól - hálfskuggi
Soil
frekar rýr, vel framræstur jarðvegur, frekar rakur
pH
súrt - hlutlaust - basískt
Toughness
harðgerð
Homecoming
útbreidd um norðurhvel jarðar, m.a. á Íslandi
Ættkvíslin Campanula, bláklukkur, er stærsta ættkvísl bláklukkuættarinnar, Campanulaceae, með yfir 500 tegundum sem dreifast um norðurhvel jarðar, flestar við Miðjarðarhaf og austur til Kákasus. Tegundir ættkvíslarinnar eru mjög fjölbreyttar frá lágvöxnum háfjallaplöntum, til stórvaxinna engja og skógarplantna. Tvær tegundir, bláklukka og fjallabláklukka, vaxa villtar á Íslandi.
Fjölgun:
Skipting að vori.
Sáning - sáð að vori.
Fræ ekki hulið og haft við stofuhita (ca. 20°C) fram að spírun. Eftir spírun þarf lægra hitastig og næga birtu til að plöntur verði ekki of teygðar.
Íslensk planta, útbreidd á Austurlandi. Mjög breytileg tegund. Þrífst í venjulegri garðmold, verður hávaxnari í næringarríkri mold.