Bláklukka er innlend tegund sem vex um allt Austurland, en er sjaldgæf í öðrum landshlutum. Hún er harðgerð og blómsæl og þolir nokkurn skugga, enda vex hún m.a. í laufskógum. Hún hefur stórt útbreiðslusvæði á norðurhveli og er nokkur breytileiki í blómlögun og stærð blómklasa. Ég hef átt nokkrar plöntur af mismunandi uppruna sem eru nokkuð ólíkar. Sú sem myndin er af var ræktuð af fræi. Hún er með breiðari klukkur og fleiri blóm í klasa en sú íslenska.
top of page
bottom of page