Dodecatheon pulchellum 'Red Wings'
Skriðugoðalykill
Maríulykilsætt
Primulaceae
Height
lágvaxinn, 20 - 30 cm
Flower color
bleikur
Flowering
júní
Leaf color
grænn
Lighting conditions
sól - hálfskuggi
Soil
jafnrakur, vel framræstur, lífefnaríkur
pH
súrt - hlutlaust - basískt
Toughness
harðgerður
Homecoming
harðgerður
Goðalyklar, Dodecatheon, er lítil, einsleit ættkvísl í maríulykilsætt, Primulaceae, náskyld maríulyklum, Primula. Tegundirnar eru hver annari líkar og oft mjög erfitt að greina á milli þeirra. Allar eiga þær heimkynni í N-Ameríku og einhverjar einnig í NA-Asíu. Goðalyklar hafa laufblaðahvirfingu við jörð, með klasa af blómum á blaðlausum stilk sem hafa einkennandi aftursveigð krónublöð. Þeir þurfa rakan, næringarríkan jarðveg og þrífast í nokkrum skugga.
Fjölgun:
Skipting að vori.
Sáning - þarf kaldörvun, best sáð að hausti.
Fræ rétt hulið og haft í 6 vikur við stofuhita. Ef eitthvað af fræinu spírar, er því dreifplantað og svo er best að setja sáninguna út fram á vor. Spírun getur verið hæg, fræ gæti spírað ári síðar og því mikilvægt að henda ekki sáningunni of snemma. Spírar best við 5-12°C.
Þrífst best í vel framræstum, frekar rökum jarðvegi, en þolir þurrk eftir að blómgun lýkur. Laufið visnar fljótt
eftir blómgun og plantan leggst í dvala.