top of page

Achillea

Vallhumlar

Ættkvíslin Achillea, vallhumlar, tilheyrir körfublómaætt, Asteraceae. Helsta einkenni þeirra eru fínfjaðurskipt, ilmandi laufblöð og mjög smá körfublóm í sveip. Í ættkvíslinni eru um 150 tegundir sem eiga heimkynni í Evrópu, norðanverðri-Asíu og Norður-Ameríku. Fjöldi garðaafbrigða er í ræktun í ýmsum litbrigðum.

Achillea millefolium 'Cassis'

Vallhumall

Vallhumall 'Cassis' er hávaxin planta sem blómstrar rauðbleikum blómum síðsumars.

Achillea millefolium 'Summer Berries'

Vallhumall

Vallhumall 'Summer Berries' er hávaxið garðaafbriðgi í blönduðum bleikum og kremuðum litatónum.

bottom of page