top of page

Anticlea

Eiturkirtlar

Ættkvíslinni Zigadenus, eiturkirtlum,  var fyrir nokkru skipt upp og er nú aðeins ein tegund eftir í þeirri ættkvísl, Z. glaberrimus. Aðrar tegundir þeirrar ættkvíslar og einnig þrjár tegundir ættkvíslarinnar Stenanthium, hafa verið fluttar í ættkvíslina Anticlea. Þetta eru eitraðar laukplöntur með heimkynni í Asíu og N-Ameríku.

Anticlea elegans

Mjallarkirtill

Mjallarkirtill er meðalhá fjölær laukplanta sem blómstrar kremhvítum blómum með grænum flekkjum í júlí - ágúst. Öll plantan er eitruð, en þó sérstaklega laukarnir.

bottom of page