top of page
Aster
Stjörnufíflar
Stjörnufíflar, Aster, tilheyra körfublómaætt, Asteraceae. Heimkynni ættkvíslarinnar eru engi í tempraða beltinu nyrðra, og vex meirihlutinn í Norður-Ameríku. Þeir þrífast best í rökum, frjósömum jarðvegi og kjósa að vera sólarmegin í lífinu. Flestir stjörnufíflar blómgast síðsumars og fram á haust, en þeir sem helst eru ræktaðir hér eru háfjallaplöntur sem blómgast fyrr, í júlí - ágúst.
bottom of page