top of page

Iliamna

Bjarmar

Iliamna, bjarmar, er lítil ættkvísl um 7 líkra tegunda með heimkynni í N-Ameríku. Ættkvíslin virðist nefnd eftir Iliamna vatni í Alaska, þrátt fyrir að engin tegund ættkvíslarinnar vaxi þar. Þetta eru fallegar, hávaxnar plöntur með klasa af blómum sem líkjast stokkrósum, enda tilheyrir ættkvíslin stokkrósarætt (Malvaceaea).

Iliamna rivularis

Lækjarbjarmi

Lækjarbjarmi er hávaxin fjölær planta með bleikum blómum.

bottom of page