top of page

Penstemon

Grímur

Grímur, Penstemon, er ættkvísl sem áður tilheyrði grímublómaætt (Scrophulareaceae) en hefur nú verið flutt í græðisúruætt, Plantaginaceae.  Þetta er stór ættkvísl með heimkynni í N-Ameríku. Þetta eru yfirleitt lágvaxnar jurtir eða hálfrunnar með óreglulega löguðum blómum með langri pípukrónu. Þær eru almennt sólelskar og henta margar vel í steinhæðir.​

Penstemon crandallii

Lággríma

Lággríma er jarðlæg fjallaplanta með ljósbláum blómum.

Penstemon fruticosus

Runnagríma

Runnagríma er lágvaxin fjallaplanta með ljósfjólubláum blómum.

Penstemon pinifolius

Nálagríma

Nálagríma er lágvaxin steinhæða planta með rauðum blómum.

Penstemon rupicola 'Pink Dragon'

Rósagríma

Rósagríma er lágvaxin steinhæða planta með bleikum blómum.

Penstemon serrulatus

Dýjagríma

Dýjagríma er meðalhá fjölær planta með fjólubláum blómum.

Penstemon strictus

Bjöllugríma

Bjöllugríma er meðalhá fjölær planta með fjólubláum blómum.

Penstemon whippleanus

Kampagríma

Kampagríma er meðalhá fjölær planta með dökk purpurarauðum blómum.

bottom of page