top of page
Penstemon
Grímur
Grímur, Penstemon, er ættkvísl sem áður tilheyrði grímublómaætt (Scrophulareaceae) en hefur nú verið flutt í græðisúruætt, Plantaginaceae. Þetta er stór ættkvísl með heimkynni í N-Ameríku. Þetta eru yfirleitt lágvaxnar jurtir eða hálfrunnar með óreglulega löguðum blómum með langri pípukrónu. Þær eru almennt sólelskar og henta margar vel í steinhæðir.
bottom of page