top of page

Primula

Maríulyklar

Maríulyklar, Primula, er geysistór ættkvísl um 500 tegunda í maríulykilsætt, Primulaceae. Tegundir ættkvíslarinnar dreifast víða, en mestur tegundafjöldi, um helmingur, vex í Himalajafjöllum. Þær vaxa því við breytileg skilyrði, sumar eru úrvals steinhæðaplöntur, aðrar kunna vel við sig í djúpum, frjóum jarðvegi og skugga part úr degi. Flestar eiga það þó sameiginlegt að þola illa þurrk.

Primula 'Wharfedale Hybrids'

Fræplöntur af fræi merktu 'Wharfdale Village' í ýmsum hvítum, bleikum og fjólubláum litatónum.

Primula allionii

Demantslykill

Demantslykill er lágvaxin steinhæðaplanta sem blómstrar lillableikum blómum.

Primula alpicola

Fellalykill

Fellalykill er meðalhá fjölær planta með ljós fjólubláum blómum.

Primula alpicola var. luna

Fellalykill

Fellalykill er meðalhá fjölær planta með ljós fjólubláum blómum. Var. luna er afbrigði með fölgulum blómum.

Primula alpicola var. violacea

Fellalykill

Fellalykill er meðalhá fjölær planta með ljós fjólubláum blómum. Var. violacea er afbrigði með fjólubláum blómum.

Primula amoena

Lofnarlykill

Lofnarlykill er lágvaxin, vorblómstrandi fjölær planta sem blómstrar fjólubláum blómum í apríl - maí.

Primula auricula

Mörtulykill

Mörtulykill er lágvaxin, vorblómstrandi fjölær planta sem blómstrar ljósgulum blómum í maí.

Primula capitata 'Noverna Deep Blue'

Höfuðlykill

Höfuðlykill er lágvaxin steinhæðaplanta sem blómstrar fjólubláum blómum.

Primula cockburniana

Iðunnarlykill

Iðunnarlykill er lágvaxin fjölær planta sem blómstrar appelsínugulum blómum.

Primula denticulata

Kúlulykill

Kúlulykill er lágvaxin vorblómstrandi planta með kúlulaga sveipi af blómum í mismunandi fjólubláum litatónum.

Primula denticulata 'Alba'

Kúlulykill

Kúlulykill er lágvaxin vorblómstrandi planta með kúlulaga sveipi af blómum í mismunandi fjólubláum litatónum. 'Alba' er afbrigði með hreinhvítum blómum.

Primula denticulata 'Rubin'

Kúlulykill

Kúlulykill er lágvaxin vorblómstrandi planta með kúlulaga sveipi af blómum í mismunandi fjólubláum litatónum. 'Rubin' er afbrigði með rauðbleikum blómum.

Primula elatior

Huldulykill

Huldulykill er lágvaxin vorblómstrandi planta með ljósgulum blómum.

Primula elatior 'Crescendo Pink Shades'

Huldulykill

Huldulykilsblendingur með bleikum blómum.

Primula elatior 'Hulda Mó'

Huldulykill

Huldulykill er lágvaxin vorblómstrandi planta með ljósgulum blómum. 'Hulda Mó' er sjálfsáður blendingur huldulykils og elínarlykils 'John Mo' með fölgulum blómum.

Primula elatior 'Mixed'

Huldulykill

Huldulykilsblendingar í blönduðum blómlitum, bleikum og rauðum.

Primula elatior, purpurarauður

Huldulykill

Huldulykilsblendingur með bleikum blómum.

Primula florindae

Friggjarlykill

Friggjarlykill er meðalhár-hávaxinn fjölæringur sem blómstrar gulum blómum.

Primula florindae 'Copper Shades'

Friggjarlykill

Friggjarlykill er meðalhár-hávaxinn fjölæringur sem blómstrar gulum blómum. 'Copper shades' eru afbrigði í appelsínugulum litatónum.

Primula florindae 'Red Shades'

Friggjarlykill

Friggjarlykill er meðalhár-hávaxinn fjölæringur sem blómstrar gulum blómum. 'Red Shades' eru afbrigði í rauðum litatónum.

Primula hirsuta

Roðalykill

Roðalykill er lágvaxin, vorblómstrandi fjölær planta sem blómstrar rósbleikum blómum í maí.

Primula involucrata

Harnarlykill

Harnarlykill er lágvaxin fjölær planta sem blómstrar hvítum blómum í júní.

Primula ioessa

Klukkulykill

Klukkulykill er lágvaxin fjölær planta sem blómstrar lillabláum blómum í júní.

Primula japonica 'Appleblossom Pink'

Japanslykill

Japanslykill er lágvaxin fjölær planta sem blómstrar hvítum eða bleikum blómum. 'Appleblossom Pink' er garðaafbrigði með fölbleikum blómum.

Primula juliae

Júlíulykill

Júlíulykill er jarðlæg, vorblómstrandi, fjölær planta með rauðfjólubláum blómum.

Primula kewensis

Garðablendingur sem blómstrar gulum blómum.

Primula kisoana

Lágvaxin fjölær planta með bleikum blómum.

Primula latifolia

Límlykill

Límlykill er lágvaxin, vorblómstrandi fjölær planta með fjólubláum blómum.

Primula marginata

Silfurlykill

Silfurlykill er lágvaxin, vorblómstrandi fjölær planta með fjólubláum blómum.

Primula parryi

Gyðjulykill

Gyðjulykill er lágvaxin fjölær planta með purpurarauðum blómum.

Primula rosea 'Grandiflora'

Rósulykill

Rósulykill er fjölær planta sem kýs jafnrakan jarðveg og blómstrar bleikum blómum í maí.

Primula scandinavica

Dofralykill

Dofralykill er smávaxin steinhæðaplanta með fjólubláum blómum.

Primula sikkimensis

Kínalykill

Kínalykill er meðalhá fjölær planta með ljósgulum blómum.

Primula veris

Sifjarlykill

Sifjarlykill er lágvaxin, vorblómstrandi planta sem blómstrar gulum blómum í maí.

Primula veris 'Sunset Shades'

Sifjarlykill

Sifjarlykill er lágvaxin, vorblómstrandi planta sem blómstrar gulum blómum í maí. 'Sunset Shades' er fræblanda í blönduðum gulum, appelsínugulum og rauðum litatónum.

Primula vialii

Mongólalykill

Mongólalykill er lágvaxin, fjölær planta sem blómstrar lillabláum blómum í margblóma klasa. Knúpparnir eru rauðir svo blómklasarnir eru tvílitir meðan á blómgun stendur.

Primula vulgaris

Laufeyjarlykill

Laufeyjarlykill er vorblómstrandi, fjölær planta sem blómstrar ljósgulum blómum í apríl - maí.

Primula vulgaris ssp. sibthorpii

Laufeyjarlykill

Laufeyjarlykill er vorblómstrandi, fjölær planta sem blómstrar ljósgulum blómum í apríl - maí. Ssp. sibthorpii er undirtegund sem blómstrar purpurableikum blómum.

Primula waltonii

Völvulykill

Völvulykill er fjölær planta sem blómstrar rauðum, purpurarauðum eða fjólubláum blómum.

Primula wulfeniana

Breiðulykill

Breiðulykill er lágvaxin, vorblómstrandi fjölær planta með purpurarauðum blómum.

Primula x polyantha

Ljómalykill

Ljómalykill er hópur garðablendinga í mjög fjölbreyttu litaúrvali sem seldir eru sem pottaplöntur á vorin. Þeir eru viðkvæmir og lifa varla veturinn úti hérlendis.

Primula x polyantha 'Arctic Mix'

Ljómalykill

Ljómalykill er hópur garðablendinga í mjög fjölbreyttu litaúrvali sem seldir eru sem pottaplöntur á vorin. Þeir eru viðkvæmir og lifa varla veturinn úti hérlendis. 'Arctic Mix' er fræsort í blönduðum litum sem getur lifað úti við góð skilyrði.

Primula x pruhoniciana 'John Mo'

Elínarlykill

Elínarlykill er hópur blendinga júlíulykils (P. juliae) og laufeyjarlykils (P. vulgaris). 'John Mo' er yrki með fölgulum blómum sem blómstrar fyrstur allra lykla á vorin.

Primula x pruhoniciana 'Schneeriesin'

Elínarlykill

Elínarlykill er hópur blendinga júlíulykils (P. juliae) og laufeyjarlykils (P. vulgaris). 'Schneeriesin' er yrki með stórum, hvítum blómum sem blómstrar í apríl - maí.

Primula x pruhoniciana 'Wanda'

Elínarlykill

Elínarlykill er hópur blendinga júlíulykils (P. juliae) og laufeyjarlykils (P. vulgaris). 'Wanda' er yrki með purpurarauðum blómum sem blómstrar í apríl - maí.

Primula x pubescens (I)

Frúarlykill (fjallaáriklur)

Frúarlykill er stór hópur blendinga mörtulykils (P. auricula) og annarra tegunda í árikludeild. Fjallaáriklur hafa hvorki mélug blóm né lauf. Fjölmörg litaafbrigði eru í ræktun.

Primula x pubescens (I) 'Douglas Prize'

Frúarlykill (fjallaáriklur)

Frúarlykill er stór hópur blendinga mörtulykils (P. auricula) og annarra tegunda í árikludeild. Fjallaáriklur hafa hvorki mélug blóm né lauf. Fjölmörg litaafbrigði eru í ræktun. 'Douglas Prize' er fræblanda með hvítum, gulum, appelsínugulum, purpurarauðum eða fjólubláum blómum.

Primula x pubescens (I) 'Mrs. J. H. Wilson'

Frúarlykill (fjallaáriklur)

Frúarlykill er stór hópur blendinga mörtulykils (P. auricula) og annarra tegunda í árikludeild. Fjallaáriklur hafa hvorki mélug blóm né lauf. Fjölmörg litaafbrigði eru í ræktun. 'Mrs. J. H. Wilson' er gömul sort með dökkbleikum blómum.

Primula x pubescens (II)

Frúarlykill (garðaáriklur)

Frúarlykill er stór hópur blendinga mörtulykils (P. auricula) og annarra tegunda í árikludeild. Garðaáriklur hafa mélug blóm og lauf. Fjölmörg litaafbrigði eru í ræktun. Þetta dökkrauða yrki gæti verið 'Old Red Dusty Miller'

bottom of page