Primula
Maríulyklar
Maríulyklar, Primula, er geysistór ættkvísl um 500 tegunda í maríulykilsætt, Primulaceae. Tegundir ættkvíslarinnar dreifast víða, en mestur tegundafjöldi, um helmingur, vex í Himalajafjöllum. Þær vaxa því við breytileg skilyrði, sumar eru úrvals steinhæðaplöntur, aðrar kunna vel við sig í djúpum, frjóum jarðvegi og skugga part úr degi. Flestar eiga það þó sameiginlegt að þola illa þurrk.
Primula x pubescens (I) 'Douglas Prize'
Frúarlykill (fjallaáriklur)
Frúarlykill er stór hópur blendinga mörtulykils (P. auricula) og annarra tegunda í árikludeild. Fjallaáriklur hafa hvorki mélug blóm né lauf. Fjölmörg litaafbrigði eru í ræktun. 'Douglas Prize' er fræblanda með hvítum, gulum, appelsínugulum, purpurarauðum eða fjólubláum blómum.
Primula x pubescens (I) 'Mrs. J. H. Wilson'
Frúarlykill (fjallaáriklur)
Frúarlykill er stór hópur blendinga mörtulykils (P. auricula) og annarra tegunda í árikludeild. Fjallaáriklur hafa hvorki mélug blóm né lauf. Fjölmörg litaafbrigði eru í ræktun. 'Mrs. J. H. Wilson' er gömul sort með dökkbleikum blómum.