top of page

Rodgersia

Bronslauf

Bronslauf, Rodgersia, er lítil ættkvísl fimm tegunda í steinbrjótsætt, Saxifragaceae, sem allar eiga heimkynni í A-Asíu. Þær eru helst ræktaðar vegna stórra, oft bronslitaðra laufblaða, en þær blómstra treglega hér á landi. Þær vaxa meðfram lækjum í skuggsælum skógum í heimkynnum sínum og þurfa því rakan jarðveg, en verða fallegri ef þær fá sól part úr degi.

Rodgersia aesculifolia

Kastaníulauf

Kastaníulauf er meðalhá fjölær planta með stórgerðu laufi sem er bronslitað í fyrstu og verður svo grænt. Það blómstrar hvítum blómum í júlí.

Rodgersia podophylla

Bronslauf

Bronslauf er meðalhá fjölær planta með stórgerðu, bronslituðu laufi. Það blómstrar hvítum blómum í júlí, en er frekar tregt til að blómstra hérlendis.

bottom of page