top of page

Semiaquilegia

Daggarberar

Daggarberar, Semiaquilegia, er lítil ættkvísl í sóleyjaætt, Ranunculaceae, náskyld vatnsberum (Aquilegia). Það sem skilur á milli er að daggarberar hafa ekki spora. Tvær tegundir eru ræktaðar í görðum, báðar með heimkynni í Kína.

Semiaquilegia ecalcarata

Daggarberi

Daggarberi er lágvaxin fjölær planta sem líkist vatnsberum, en blómin eru án spora. Þau eru purpurableik á lit.

bottom of page