top of page

Trollius

Glóhnappar

Glóhnappar, Trollius, er lítil ættkvísl um 30 tegunda í sóleyjaætt, Ranunculaceae, með heimkynni dreifð um  nyrðra tempraða beltið með mestan tegundafjölda í Asíu. Þeir vaxa almennt í blautri leirmold í heimkynnum sínum en gera engar sérstakar jarðvegskröfur í görðum.

Trollius chinensis

Kínahnappur

Kínahnappur er hávaxin fjölær planta sem blómstrar appelsínugulum blómum í júlí.

Trollius pumilus

Dvergagullhnappur

Dvergagullhnappur er smávaxin fjölær planta sem þarf rakan jarðveg til að þrífast vel. Hann blómstrar gulum blómum í júní.

Trollius riederianus

Eyjagullhnappur

Eyjagullhnappur er lágvaxin fjölær planta sem blómstrar gulum blómum í maí.

Trollius x cultorum

Garðagullhnappur

Garðagullhnappur er hávaxin fjölær planta sem blómstrar gulum eða appelsínugulum blómum í júní - júlí.

Trollius x cultorum, fölgulur

Garðagullhnappur

Garðagullhnappur er hávaxin fjölær planta sem blómstrar gulum eða appelsínugulum blómum í júní - júlí. Þetta er afbrigði með fölgulum blómum.

bottom of page