Senecio ovatus
Lundaþulur
sh. Lundakambur
Körfublómaætt
Asteraceae
Height
hávaxinn, um 100 - 150 cm
Flower color
gulur
Flowering
júlí - ágúst
Leaf color
grænn
Lighting conditions
sól - hálfskuggi
Soil
frjór, rakur
pH
súrt - hlutlaust - basískt
Toughness
harðgerður
Homecoming
Mið-Evrópa
Krossfíflar, Senecio, er stór og fjölbreytt ættkvísl í körfublómaætt, Asteraceae. Þetta er ein stærsta ættkvísl blómstrandi jurta með yfir 1200 tegundir, sem hafa útbreiðslu um allan heim. Þær blómstra oftast gulum blómum, en hvít, græn, fjólublá eða blá blóm eru sjaldgæfari. Innan ættkvíslarinnar má finna tegundir úr ýmsum flokkum, s.s. sumarblóm (silfurkambur), tré, runna og hið magnaða illgresi, krossfífil, sem er sennilega útbreiddasta tegund ættkvíslarinnar hér á landi. Þar má þó einnig finna harðgerðar fjölærar plöntur sem eru ágætar garðplöntur.
Fjölgun:
Skipting að vori eða hausti.
Sáning - sáð í febrúar - mars.
Fræ rétt hulið (þarf birtu til að spíra) og haft við stofuhita fram að spírun.
Hávaxin planta sem þarf stuðning.