Oct 26

Allium cernuum 'Hidcote' - Hvolflaukur

2 comments

Edited: Oct 26

 

 

Ég rakst á þennan hvolflauk í Storð í sumar og stóðst ekki þessi purpurableiku blóm. Það er ekki komin nein reynsla á hann hjá mér, nema hann óx ágætlega það sem eftir var sumars. Ég gróðursetti hann hjá læknum, sem gæti verið of skuggsæll staður fyrir hann. Það kemur í ljóst næsta vor. Samkvæmt Lystigarði Akureyrar er hann harðgerður, en vex best á sólríkum stað í vel framræstum, frekar sendnum jarðvegi.

Gæti líka verið full mikill raki á honum, en mjög skemmtileg planta

já, það er spurning - ég blandaði vikri í moldina til að bæta frárennslið. En ég hugsa í hvert skipti sem ég labba framhjá honum hvort ég eigi að taka hann upp og geyma á betri stað ....

New Posts
  • Mjög fallegt afbrigði af garðavatnsbera með gulum blómum með löngum útsveigðum sporum. Hann hefur reynst mjög blómsæll og stendur lengi í blóma. Því miður hef ég ekkert yrkisnafn. Planta frá Möggu.
  • Þetta er sjálfsáður blendingur sem birtist í garðinum mínum, sem er greinilega afkomandi skógarvatnsbera afbrigðisins 'Magpie'. Blómliturinn er sá sami, en blómin eru stærri, jafn stór og á garðavatnsberum, svo hitt foreldrið er líklega af þeim meiði. Sporarnir eru innsveigðir eins og á skógarvatnsbera. Mér finnst þessi fallegri en frumgerðin og hann er jafn harðgerður og aðrir vatnsberar.
  • 'Crimson Star' er fallegt garðaafbrigði með rauðum og kremhvítum blómum, með löngum sporum. Ég keypti þennan í pakka frá Costco 2018 og hann blómstraði í fyrsta sinn núna í sumar. Vatnsberar eru nokkuð skuggþolnir, en þeir þrífast og blómstra betur í sól eða hálfskugga. Einu jarðvegskröfurnar eru að jarðvegurinn sé vel framræstur, en betra er að hann sé frekar frjór líka. Mér fannst vissara að bjóða svona fínni sort upp á bestu skilyrði svo hann lifi nú sem lengst.

gardaflora@gardaflora.is    I     © 2015-2019  Garðaflóra.

  • Facebook App Icon