Doppudrottning er yndisfögur fjallaplanta sem vex villt í kalksteinsskriðum og klettum í Karpatafjöllum. Hún þarf því frekar grýttan, vel framræstan jarðveg í mikilli sól.
Hún þreifst ágætlega hjá mér í upphækkuðu beði án þess að fá kalk, en blómstraði mismikið á milli ára.