Keisaradrottning minnir svolítið á stúdentadrottningu en er öll fíngerðari en hún. Hún er fjölær og ágætlega harðgerð og hefur lifað hjá mér í fjölmörg ár.
Hún þarf sæmilega framræstan jarðveg, en er ekki jafn vandlát og smágerðu drottningablómin. Hún virðist álíka harðgerð og fjaðradrottning.