Þessa plöntu þekki ég ekki af eigin raun, myndin er frá Guðrúnu. Samkvæmt heimildum á netinu þarf svarðblágresi sól og gott frárennsli. Hvernig hefur það reynst hjá þér Guðrún?
Það hefur verið í skjólreit hjá mér. Setti það í beð í sumar, kemur í ljós hvort það lifir veturinn. Blómstrar mikið og þolir þurrk vel.