![](https://static.wixstatic.com/media/a27d24_c6f135cc21064302a8bcf36a3832d053~mv2_d_1920_1280_s_2.jpg/v1/fill/w_980,h_653,al_c,q_85,usm_0.66_1.00_0.01,enc_auto/a27d24_c6f135cc21064302a8bcf36a3832d053~mv2_d_1920_1280_s_2.jpg)
Skógarblámi 'Flore Plena' er fallegt yrki með þéttfylltum, bláfjólubláum blómum. Það er gróskumeira en tegundin, með stórgerðara laufi og verður alveg þakið í blómum. Það vex við sömu skilyrði, hálfskugga og næringarríkan, moltublandaðan jarðveg. Blómin eru ófrjó og því aðeins hægt að fjölga honum með skiptingu.
þessi er alveg ótrúlega fallegur