![](https://static.wixstatic.com/media/a27d24_9bb6801de25c4fcbafbe1af9d37aef54~mv2_d_1920_1438_s_2.jpg/v1/fill/w_980,h_734,al_c,q_85,usm_0.66_1.00_0.01,enc_auto/a27d24_9bb6801de25c4fcbafbe1af9d37aef54~mv2_d_1920_1438_s_2.jpg)
Huldukragi er smávaxinn hálfrunni, en það þýðir að stönglarnir eru hálftrénaðir og visna ekki alveg niður á veturnar. Hann blómstrar hvítum blómum sem fá á sig fjólubláa slikju þegar blómin eldast. Hann þarf mjög gott frárennsli og sólríkan stað. Falleg steinhæðaplanta.