Mar 23, 2018

Iberis sempervirens - Álfakragi

5 comments

 

Álfakragi er lágvaxinn hálfrunni, sem vex meira á þverveginn en upp á við. Hálfrunnar hafa hálftrénaða stöngla sem visna ekki alveg niður yfir vetrartímann. Blómin eru hvít og fá fjólubláa slikju þegar þau eldast. Laufið er töluvert lengra en á huldukraganum og stönglarnir lengri svo hann verður töluvert meiri um sig. Það er ekki komin reynsla á hann hjá mér, en það fer sögum af álfakragaplöntu sem hefur lifað árum saman. Hann þarf sól og sandblandaðan, vel framræstan jarðveg.

Mar 23, 2018

Áhugaverð planta. Spurning hvort Álfakraginn þarf frjóan jarðveg. Ég er nú reyndar alltaf með móann í huga en ekki mjög skipulögð beð. Þar sem ég er er fokjarðvegur sem vatn hripar fljótt í gegnum ef hann er ekki bættur með gróðurmold eða taði. Hef líka þá reynsku af lágvöxnum plöntum sem fá gott nesti að þæt hreinlega týnast í grasi.

Ég held að það sé lykilatriði að jarðvegurinn sé ekki mjög rakaheldinn, svo það hljómar eins og jarðvegurinn hjá þér gæti hentað honum vel, svo framarlega sem hann kafnar ekki í grasi. Ég held að hann þurfi ekki mikla næringu.

Ég fékk þessa plöntu frá þér Magga. :) Mig minnir að þú hafir tekið græðling af plöntu sem óx í nágrenni við þig í Árbænum eða var það fræ?

Mar 23, 2018Edited: Mar 23, 2018

Já satt segirðu Rannveig! Gott ef ég á ekki smá breiðu af Álfakraganum í rósabeðinu fyrir austan.

Þetta er reyndar plantan sem ég kleip af 😉

Þetta er glæsileg planta. 😍 Ég kíkti aðeins út í garð áðan og álfakraginn minn er enn grænn, svo hann hlýtur að vera á lífi. 😁👍

Mar 23, 2018

Já þessi stóra og glæsilega breiða var græn allan veturinn.

New Posts
  • Mjög fallegt afbrigði af garðavatnsbera með gulum blómum með löngum útsveigðum sporum. Hann hefur reynst mjög blómsæll og stendur lengi í blóma. Því miður hef ég ekkert yrkisnafn. Planta frá Möggu.
  • Þetta er sjálfsáður blendingur sem birtist í garðinum mínum, sem er greinilega afkomandi skógarvatnsbera afbrigðisins 'Magpie'. Blómliturinn er sá sami, en blómin eru stærri, jafn stór og á garðavatnsberum, svo hitt foreldrið er líklega af þeim meiði. Sporarnir eru innsveigðir eins og á skógarvatnsbera. Mér finnst þessi fallegri en frumgerðin og hann er jafn harðgerður og aðrir vatnsberar.
  • 'Crimson Star ' er fallegt garðaafbrigði með rauðum og kremhvítum blómum, með löngum sporum. Ég keypti þennan í pakka frá Costco 2018 og hann blómstraði í fyrsta sinn núna í sumar. Vatnsberar eru nokkuð skuggþolnir, en þeir þrífast og blómstra betur í sól eða hálfskugga. Einu jarðvegskröfurnar eru að jarðvegurinn sé vel framræstur, en betra er að hann sé frekar frjór líka. Mér fannst vissara að bjóða svona fínni sort upp á bestu skilyrði svo hann lifi nú sem lengst.

gardaflora@gardaflora.is    I     © 2015-2019  Garðaflóra.

  • Facebook App Icon