Mar 23, 2018

Iliamna rivularis - Lækjarbjarmi

1 comment

 

Lækjarbjarmi er alveg glænýr í ræktun hjá mér svo það er ekki komin nein reynsla á hann enn. Ég ræktaði hann af fræi og hafði úti í reit í fyrravetur, svo þetta er hans fyrsti vetur úti í beði. Hann blómstraði aðeins í fyrrasumar og sú blómgun lofar góðu. Hann myndar breiðan laufbrúsk og geta blómstönglarnir verið allt að 180 cm. Blómin eru bleik og minna á blóm stokkrósar, enda er hann náskyldur þeim. Ef marka má heimildir á netinu þá vex hann best í sól, í frekar rökum jarðvegi, enda vex hann gjarnan á lækjarbökkum í heimkynnum sínum í vestanverðri N-Ameríku og er íslenska nafnið væntanlega dregið af því.

Mjög áhugaverð planta.

 

Vilji maður rækta hann af fræi þarf að sjóða fræið í 2 mín til að það spíri almennilega. Það þarf svo að vera í kulda í a.m.k. 1 mánuð áður en það spírar.

New Posts
  • Mjög fallegt afbrigði af garðavatnsbera með gulum blómum með löngum útsveigðum sporum. Hann hefur reynst mjög blómsæll og stendur lengi í blóma. Því miður hef ég ekkert yrkisnafn. Planta frá Möggu.
  • Þetta er sjálfsáður blendingur sem birtist í garðinum mínum, sem er greinilega afkomandi skógarvatnsbera afbrigðisins 'Magpie'. Blómliturinn er sá sami, en blómin eru stærri, jafn stór og á garðavatnsberum, svo hitt foreldrið er líklega af þeim meiði. Sporarnir eru innsveigðir eins og á skógarvatnsbera. Mér finnst þessi fallegri en frumgerðin og hann er jafn harðgerður og aðrir vatnsberar.
  • 'Crimson Star ' er fallegt garðaafbrigði með rauðum og kremhvítum blómum, með löngum sporum. Ég keypti þennan í pakka frá Costco 2018 og hann blómstraði í fyrsta sinn núna í sumar. Vatnsberar eru nokkuð skuggþolnir, en þeir þrífast og blómstra betur í sól eða hálfskugga. Einu jarðvegskröfurnar eru að jarðvegurinn sé vel framræstur, en betra er að hann sé frekar frjór líka. Mér fannst vissara að bjóða svona fínni sort upp á bestu skilyrði svo hann lifi nú sem lengst.

gardaflora@gardaflora.is    I     © 2015-2019  Garðaflóra.

  • Facebook App Icon