
Lyngljómi er falleg, jarðlæg steinhæðaplanta sem þarf mjög sólríkan stað og vel framræstan, sendinn jarðveg til að þrífast vel. Plantan mín var með dökkbleikum blómum, en hann er til í fleiri litum, lillabláum, hvítum og mismunandi bleikum. Þreifst þokkalega í upphækkuðu beði í gamla garðinum þar sem hann fékk sól allan daginn. Held ég sé búin að tapa honum, hann hefur amk ekki blómstrað síðan ég flutti.
ég keypti mér plöntu í Gleym-mér-ey sem er svipuð þessari ef ekki eins og heitir samkvæmt miðanum sem henni fylgdi, Garðaljómi. Gullfalleg planta :D
Það er sama planta. Skv. orðabanka íslenskrar málstöðvar er lyngljómi samþykkt nafn, en garðaljómi samheiti. Það nafn virðist nokkuð útbreitt.