Hornfjóla
![](https://static.wixstatic.com/media/a27d24_34f718255b194593ad8efd51e8aa2a34~mv2.jpg/v1/fill/w_980,h_653,al_c,q_85,usm_0.66_1.00_0.01,enc_auto/a27d24_34f718255b194593ad8efd51e8aa2a34~mv2.jpg)
Hornfjóla er meðalhá, fjölær fjólutegund sem blómstrar fjólubláum blómum frá síðari hluta júní og frameftir sumri. Hún er mjög harðgerð og hefur lifað í fjöldamörg ár. Hún vex vel í sól eða hálfskugga og kann best við sig í vel framræstum, lífefnaríkum, rökum jarðvegi. Þetta er eina fjölæra fjólutegundin sem ég hef ræktað sem blómstrar vel og lengi á hverju sumri og er harðgerð og langlíf.