Nú loksins er Jarphaginn orðinn grænn. Eftir langa þurrkatíð, reyndar með hlýjum dögum þó nætur hafi verið kaldar, kom loksing rigning og við það lifnaði allt. Litlar sýrenur sem ėg plantaði í móann í fyrra eru að blómstra


Og aðrar aðeins stærri líka


Þessi dásemd komin með fyrsta blómið


Og eplatréð ‘Summerred’ er að koma með nokkur epli.


Sól og bliða síðustu daga.
Mikið ofboðslega er bóndarósin falleg.
Nokkrar rósir hafa blómstrað, en margar eru í startholunum.
Olds College
William Baffin
Merveille
Rosa Agnes
Rosa Tertin Kartano
Held að þetta sé Maigold - humla í heimsókn.
Poppius er að verða mjög falleg. Ég hef aldrei klippt hana
Mikið af laukum er í pottum, flestir þeirra blómstruðu inni í gróðurhúsi i vor! En enn enn eiga eftir að springa út litlir “kúlulaukar” sem eru á löngum leggjum og lita eiginlega út eins og strá. Ætla að troða öllum þessum laukum niður í beð í haust. Svo eru liljur inni í gróðurhúsi. Þær blómstruðu fallega í fyrra í pottum. Þær eru ennþá i sömu pottunum og eru komnar með stóra knúppa. Ætli ég setji þær ekki í stærri potta i haust
Þvílík fegurð. Tertin Kartano er mjög falleg, hef ekki séð hana fyrr. Er hún sæmilega harðgerð?
Já hún er harðgerð, fundrós frá Finnlandi, hefur verið greind sem Maiden Blush.
https://www.helpmefind.com/rose/l.php?l=2.4071.45