Nútíma runnarós (Modern Shrub) - Explorer serían
'John Davis' er runnarós í kanadísku Explorer-seríunni. Hún er ein af nokkrum rósum í seríunni sem eru Kordesii-blendingar, en ekki ígulrósarblendingar og eru þær ekki eins harðgerðar og ígulrósirnar. Hún þarf því gott skjól og sólríkan stað, en við rétt skilyrði þrífst hún og blómstrar mjög vel. Hver er ykkar reynsla af þessari rós?