Nútíma runnarós (Modern Shrub)
'Quadra' er nútíma runnarós, sem gæti flokkast sem lágvaxin klifurrós, hún þarf a.m.k. stuðning. Hún blómstrar fylltum, dökkrauðum blómum sem ilma lítið. Þessi rós varð ekki langlíf hjá mér, þó hún yxi við suðurvegg. Það voru nokkur vonbrigði, því flestar Explorer-seríurósirnar hafa reynst mjög vel. En kannski var ég bara ekki með gott eintak af rósinni. Hvernig hefur þessi rós reynst hjá öðrum?