Digitalis purpurea 'Dalmatian Mixed'
Fingurbjargarblóm
Tvíær planta sem heldur sér við með sjálfsáningu. Á fyrsta ári vex laufhvirfing og plantan blómstrar á öðru ári og deyr eftir blómgun. Þroskar mikið magn af fræjum.
'Dalmatian Mixed' er afbrigði í blönduðum litum.
Sáningartími: febrúar - apríl. Fræ ekki hulið og haft við stofuhita fram að spírun. Dreifplantað 4-6 vikum eftir sáningu og plantað út í beð fyrsta sumarið.
20 fræ í pakka