top of page
Artemisia
Malurtir
Malurtir, Artemisia, tilheyra körfublómaætt, Asteraceae. Ættkvíslinni tilheyra bæði jurtir og runnar með ilmandi laufi sem eiga heimkynni í tempruðu beltum norður- og suðurhvels þar sem þær vaxa yfirleitt í frekar þurrum jarðvegi. Artemisia absinthium er notuð í ýmsa áfenga drykki s.s. absinthe og vermouth. Nokkrar tegundir eru ræktaðar sem skrautplöntur í görðum.
bottom of page