top of page
Cyclamen
Alpafjólur
Alpafjólur, Cyclamen, er lítil ættkvísl um 23 tegunda í maríulykilsætt, Primulaceae. Heimkynni þeirra eru í Evrópu og frá botni Miðjarðarhafs austur til Kákasus og Írans. Tegundir ættkvíslarinnar eiga það sameiginlegt að mynda kringlótt hnýði og er nafn ættkvíslarinnar dregið af því. Þær eru allar lágvaxnar, með sígrænu, leðurkenndu laufi sem er oft með silfruðu mynstri og hvítum eða bleikum blómum með aftursveigðum krónublöðum.
bottom of page