top of page

Geranium

Blágresi

Blágresi, Geranium, er nokkuð stór ættkvísl í blágresisætt, Geraniaceae, sem inniheldur mikinn fjölda úrvals garðplantna. Útbreiðslusvæði ættkvíslarinnar nær yfir tempruðu beltin, með mestan tegundafjölda við austanvert Miðjarðarhafssvæðið.

Geranium 'Mavis Simpson'

'Mavis Simpson' er jarðlægð blágresis sort með bleikum blómum.

Geranium argenteum

Silfurgresi

Silfurgresi er lágvaxin steinhæðaplanta með grágrænu laufi og hvítum-fölbleikum blómum með dekkra æðaneti.

Geranium cinereum 'Ballerina'

Grágresi

Afbrigði af grágresi með bleikum blómum með dekkra æðaneti.

Geranium cinereum ssp. subcaulescens

Roðablágresi

Roðagrágresi er lágvaxin planta með skærbleikum blómum.

Geranium dalmaticum

Dalmatíublágresi

Dalmatíublágresi er lágvaxin, breiðumyndandi steinhæðaplanta með bleikum blómum.

Geranium farreri

Kínablágresi

Kínablágresi er lágvaxin steinhæðaplanta með fölbleikum blómum.

Geranium himalayense

Fagurblágresi

Fagurblágresi er lágvaxin planta með bláfjólubláum blómum.

Geranium ibericum

Roðablágresi

Roðablágresi er meðahá tegund með fjólubláum blómum.

Geranium macrorrhizum 'Album'

Ilmgresi

Afbrigði af ilmgresi með hvítum blómum og bleikum bikarblöðum.

Geranium macrorrhizum 'Bevan's Variety'

Ilmgresi

Afbrigði af ilmgresi með dökkbleikum blómum.

Geranium macrorrhizum 'White Ness'

Ilmgresi

Afbrigði af ilmgresi með hreinhvítum blómum.

Geranium maculatum 'Elizabeth Ann'

Sveipablágresi

Afbrigði af sveipablágresi með bronslituðu laufi og lillableikum blómum.

Geranium nodosum

Liðablágresi

Liðablágresi er meðalhá fjölær planta með glansandi laufi og lillabláum blómum.

Geranium orientali-tibeticum

Tíbetblágresi

Tíbetblágresi er lágvaxin steinhæðaplanta með bleikum blómum.

Geranium palustre

Mýrablágresi

Mýrablágresi er meðalhá fjölær planta með skærbleikum blómum.

Geranium phaeum

Brúngresi

Brúngresi er meðalhá fjölær planta með vínrauðum blómum.

Geranium pratense

Garðablágresi

Garðablágresi er hávaxin, fjölær planta með bláfjólubláum blómum.

Geranium pratense 'Blush'

Garðablágresi

Afbrigði af garðablágresi með fölbleikum blómum.

Geranium pratense 'Galactic'

Garðablágresi

Hávaxið afbrigði af garðablágresi með hvítum blómum.

Geranium pratense 'Lilac'

Garðablágresi

Hávaxið afbrigði af garðablágresi með lillabláum blómum.

Geranium pratense 'Rose'

Garðablágresi

Hávaxið afbrigði af garðablágresi með rósbleikum blómum.

Geranium pratense 'Striatum'

Garðablágresi

Afbrigði af garðablágresi með hvítum blómum með óreglulegum bláum dröfnum og flekkjum.

Geranium psilostemon

Armeníublágresi

Armeníublágresi er hávaxin, fjölær planta með fjólurauðum blómum með svörtu auga.

Geranium sanguineum

Blóðgresi

Blóðgresi er lágvaxin fjölær planta með fjólurauðum blómum sem þrífst best í rýrum, sendnum jarðvegi, t.d. í steinhæð.

Geranium sanguineum 'Album'

Blóðgresi

Afbrigði af blóðgresi með hvítum blómum sem þrífst best í rýrum, sendnum jarðvegi, t.d. í steinhæð.

Geranium sanguineum 'Elsbeth'

Blóðgresi

Mjög smávaxið afbrigði af blóðgresi með fjólurauðum blómum sem þrífst best í rýrum, sendnum jarðvegi, t.d. í steinhæð.

Geranium sanguineum 'Vision Light Pink'

Blóðgresi

Lágvaxið afbrigði af blóðgresi með ljósbleikum blómum sem þrífst best í rýrum, sendnum jarðvegi, t.d. í steinhæð.

Geranium sessiliflorum ssp. novae-zelandiae 'Nigrescens'

Svarðblágresi

Afbrigði af svarðblágresi með hvítum blómum og dökk grænu - bronslitu laufi.

Geranium sylvaticum

Blágresi

Blágresi meðalhá fjölær planta með fjólubláum blómum sem er algeng um allt land.

Geranium sylvaticum 'Violetta'

Blágresi

Afbrigði af blágresi með bláfjólubláum blómum.

Geranium tuberosum

Hnúðblágresi

Hnúðblágresi er lágvaxin fjölær planta með fjólubláum blómum.

Geranium viscosissimum

Sléttublágresi

Sléttublágresi er meðalhá fjölær planta með rauðfjólubláum blómum.

Geranium wallichianum 'Buxton's Blue'

Steinablágresi

Lágvaxið afbrigði af steinablágresi með bláum blómum með hvítu auga.

Geranium x cantabrigiense

Skrúðblágresi

Skrúðblágresi er lágvaxin þekjuplanta með hvítum blómum.

Geranium x oxonianum

Skrautblágresi

Skrautblágresi er meðalhá planta með ljósbleikum blómum með dekkra æðaneti.

bottom of page