top of page
Papaver
Draumsóleyjar, valmúar
Draumsóleyjar, Papaver, er ættkvísl um 100 tegunda í draumsóleyjaætt, Papaveraceae, sem vaxa víða í Evrasíu og nokkrar í N-Ameríku. Þetta eru sólelskar, þurrkþolnar plöntur með djúpa stólparót.
Gulsól var upphaflega flokkuð í ættkvísl draumsóleyja, Papaver, en síðar færð í nýja ættkvísl, Meconopsis. Síðar bættust fleiri tegundir frá Asíu í Meconopsis ættkvíslina, blásólirnar, sem eru nú einkennisplöntur þeirrar ættkvíslar. Nýlegar genarannsóknir hafa nú sýnt fram á að gulsólin er ekki skyld öðrum tegundum í Meconopsis ættkvíslinni, heldur eigi frekar heima í Papaver ættkvíslinni.
bottom of page