top of page

Papaver

Draumsóleyjar, valmúar

Draumsóleyjar, Papaver, er ættkvísl um 100 tegunda í draumsóleyjaætt, Papaveraceae, sem vaxa víða í  Evrasíu og nokkrar í N-Ameríku. Þetta eru sólelskar, þurrkþolnar plöntur með djúpa stólparót. ​


Gulsól var upphaflega flokkuð í ættkvísl draumsóleyja, Papaver, en síðar færð í nýja ættkvísl, Meconopsis. Síðar bættust fleiri tegundir frá Asíu í Meconopsis ættkvíslina, blásólirnar, sem eru nú einkennisplöntur þeirrar ættkvíslar. Nýlegar genarannsóknir hafa nú sýnt fram á að gulsólin er ekki skyld öðrum tegundum í Meconopsis ættkvíslinni, heldur eigi frekar heima í Papaver ættkvíslinni.

Papaver cambricum

Gulsól

Gulsól er meðalhá fjölær planta með gulum eða ljósappelsínugulum blómum.

Papaver naudicaule

Garðasól

Garðasól er lágvaxin fjölær planta með gulum, hvítum, appelsínugulum eða rauðum blómum. Sáir sér mikið.

Papaver orientale 'Perry's White'

Tyrkjasól

'Perry's White' er sort af tyrkjasól með hvítum blómum.

Papaver orientale 'Pizzicato'

Tyrkjasól

Sort af tyrkjasól með blómum í blönduðum bleikum og appelsínugulum litum.

Papaver orientale 'Plum Pudding'

Tyrkjasól

'Plum Pudding' er sort af tyrkjasól með purpurableikum blómum.

Papaver orientale 'Raspberry Brulee'

Tyrkjasól

'Raspberry Brulee' er sort af tyrkjasól með bleikum blómum.

bottom of page