top of page

Silene

Hjartagrös

Hjartagrös, Silene, er stærsta ættkvísl hjartagrasaættar, Caryophyllaceae, með útbreiðslu um allan heim, með mestan tegundafjölda á norðurhveli. Hjartagrös vilja vera sólarmegin í  lífinu, margar lágvaxnar tegundir eru úrvals steinhæðaplöntur. Ein tegund, lambagras, vex villt á Íslandi.

Silene acaulis

Lambagras

Lambagras er innlend tegund, algeng um allt land. Það myndar þéttar þúfur sem verða þaktar bleikum blómum í maí - júní.

Silene alpestris

Fjallaholurt

Fjallaholurt er lágvaxin steinhæðaplanta sem blómstrar hvítum blómum.

Silene asterias

Stjörnuholurt

Stjörnuholurt er hávaxin, fjölær planta með kúlulaga klösum af rauðbleikum blómum.

bottom of page