Riddaraspori
'Blue Bird' er stórkostlega fallegt afbrigði af riddaraspora með skærbláum blómum. Það tilheyrir hópi Pacific-blendinga og verður um 2 m á hæð. Blómklasarnir eru langir og þungir og því þurfa blómstönglarnir góðan stuðning. Riddarasporar þrífast best í sól eða hálfskugga í frjóum, lífefnaríkum, vel framræstum jarðvegi.