
Dianthus freynii er yndislega falleg steinhæðaplanta sem hefur ekkert íslenskt nafn eftir því sem ég veit best. Laufið myndar þétta þúfu og blómin standa stök á fínlegum blómstönglum, fölbleik á lit. Eins og flestar fjallaplöntur þolir hún illa vetrarbleytu og þarf því vel malar- eða vikurblandaðan jarðveg og mjög sólríkan stað.