Völudalafífill er jarðlæg fjallaplanta sem þarf sólríkan stað og vel framræstan jarðveg til að verða þéttur og fallegur. Hann hefur þrifist ágætlega, en verið misduglegur að blómstra. Ég gróðursetti hann fyrst fremst í blómabeð með venjulegri garðmold og hann varð svolítið teigður, hann er fallegri ef moldin er vel blönduð með grófum sandi eða fíngerðri möl.
top of page
bottom of page