Stjörnublaðka blómstrar nokkuð stórum blómum sem eru mörg saman í sveip í ótrúlega fjölbreyttum litbrigðum. 'Pink-Orange' er litablanda í bleikum og appelsínurauðum litbrigðum. Ég keypti eina plöntu sem var með blómum í báðum litum, ótrúlega flott litasamsetning. Því miður lifði hún ekki hjá mér. Ég hef ekki svona fína steinhleðslu hér til að planta þeim í eins og ég hafði í gamla garðinum, svo ég er farin að hallast að því að rækta þær í pottum og geyma í skjóli frá rigningunni yfir vetrarmánuðina.
top of page
bottom of page