Miniflora rós
'Snow Hit' er miniflora rós sem blómstrar fylltum, hvítum blómum með fölbleikum blæ. Hún tilheyrir PatioHit seríu Poulsen í Danmörku. Ætterni er óþekkt. Þetta er frekar viðkvæm rós sem þarf skjólgóðan og sólríkan vaxtarstað og vetrarskýlingu. Hentar vel til ræktunar í potti sem geymdur er á skýldum stað yfir vetrarmánuðina. Ég hef enga reynslu af þessari rós.
Er einhver sem hefur reynslu af ræktun þessarar rósar?