Bjarmarós (Alba)
'Tertin Kartano' er finnsk fundrós sem fannst hjá herragarðinum Tertin Kartano í finnska vatnahéraðinu. Hún hefur verið greind sem 'Maiden's Blush', en sú greining er ekki óumdeild. Við fyrstu kynni finnst mér hún a.m.k. ekki vera eins og mín 'Maiden's Blush'. Laufið er ljósgrænt og blómin fyllt, fölbleik, mikið ilmandi. Ég keypti hana í Nátthaga og skv. Ólafi Sturlu virðist hún vera nokkuð harðgerð. Það verður áhugavert að sjá hvernig hún á eftir að þrífast hjá mér.
Hafið þið reynslu af þessari rós?