top of page

Meyjarósir

Villirósir eru, eins og nafnið bendir til, villtar tegundir og sortir af þeim sem eru ekki mikið kynblandaðar. Það eru um 150 villtar tegundir rósa sem vaxa á norðurhveli jarðar og geta verið mjög breytilegar innan tegundar. Þessar rósir eru formæður allra garðrósa.


Meyjarósir eru lítið kynbættir blendingar af meyjarós, R. moyesi.

Rosa moyesii

Meyjarós

Meyjarós er stórvaxin runnarós með einföldum, bleikum eða rauðum blómum.

Rosa moyesii 'Marguerite Hilling'

'Marguerite Hilling' er meyjarósarblendingur með hálffylltum, bleikum blómum. Hún er sport af rósinni 'Nevada' sem er eins að öllu leiti nema blómin eru hvít.

Rosa moyesii 'Tromsø'

Meyjarós

'Tromsø' er blendingur af meyjarós með bleikum blómum sem fannst í Tromsø í Noregi

Rosa x highdownensis

Hæðarós

Hæðarós er stórvaxinn meyjarósarblendingur með einföldum, dökkbleikum blómum.

bottom of page