Allium narcissiflorum

Skrautlaukur

Laukætt

Alliaceae

Hæð

lágvaxinn, um 25-30 cm

Blómlitur

bleikur

Blómgun

júlí

Lauflitur

grænn

Birtuskilyrði

sól - hálfskuggi

Jarðvegur

vel framræstur

pH

súrt - hlutlaust - basískt

Harðgerði

harðgerður

Heimkynni

N-Portútgal, SV-Frakkland og NV-Ítalía

Ættkvíslin Allium, laukar, tilheyrir laukætt, Alliaceae. Hún inniheldur ekki bara matlaukana sem við þekkjum, heldur einnig nokkrar fallegar garðplöntur. Þetta er afar stór ættkvísl sem inniheldur hátt í 1000 tegundir sem flestar eiga heimkynni í tempraða beltinu á norðurhveli jarðar.

Lávaxin lauktegund sem svipar mjög til morgunlauks, en blómin eru bleikari. Vex í kalksteinsskriðum í heimkynnum sínum.

Áttu mynd eða hefurðu reynslu af þessari plöntu?

Þú getur deilt myndum og reynslusögum hér.

gardaflora@gardaflora.is    I     © 2015-2019  Garðaflóra.

  • Facebook App Icon