top of page
Marble Surface

P

Paeonia latifolia 'Dutchess de Nymph'
Paeonia - Bóndarós
 

Bóndarósir, Paeonia, er eina ættkvísl bóndarósaættar, Paeoniaceae.  Þær vaxa villtar í Asíu, sunnanverðri Evrópu og vestanverðri N-Ameríu. Flestar eru fjölærar jurtir, en nokkrar tegundir eru trjákenndar og geta náð allt að 3 m hæð. Þær blómstra stórum, litríkum blómum og er mikill fjöldi yrkja ræktaður í görðum.

Papaver 'Pizzicato'
Papaver - Draumsóleyjar, valmúar
 

Draumsóleyjar, Papaver, er ættkvísl um 100 tegunda í draumsóleyjaætt, Papaveraceae, sem vaxa víða í  Evrasíu og nokkrar í N-Ameríku. Þetta eru sólelskar, þurrkþolnar plöntur með djúpa stólparót. ​

 

White lily flowers of Paradisea
Paradisea - Paradísarliljur
 

Paradísarliljur, Paradisea, er ættkvísl tveggja tegunda í aspasætt, Asparagaceae, sem báðar eiga heimkynni í S-Evrópu. ​

 

Penstemon fruticosus
Penstemon - Grímur
 

Grímur, Penstemon, er ættkvísl sem áður tilheyrði grímublómaætt (Scrophulareaceae) en hefur nú verið flutt í græðisúruætt, Plantaginaceae.  Þetta er stór ættkvísl með heimkynni í N-Ameríku. Þetta eru yfirleitt lágvaxnar jurtir eða hálfrunnar með óreglulega löguðum blómum með langri pípukrónu. Þær eru almennt sólelskar og henta margar vel í steinhæðir.​

 

Phlox subulata
Phlox - Ljómar
 

Ljómar, Phlox, er ættkvísl í jakobsstigaætt, Polemoniaceae. Allar tegundir utan ein vaxa í N-Ameríku við mjög breytilegar aðstæður.

 

Phyteum scheutzeri
Phyteuma - Strokkar
 

Strokkar, Phyteuma, er ættkvísl í bláklukkuætt, Campanulaceae, með heimkynni í fjöllum mið-Evrópu, margar í Alpafjöllum. Þær hafa mjög einkennandi blómkolla, krónublöðin eru samvaxin og mynda odd í endana en að neðanverðu eru rifur á milli krónublaðanna svo þau minna á blúndupoka.

 

Polygonatum multiflorum
Polygonatum - Innsigli
 

Innsigli, Polygonatum, er ættkvísl sem áður tilheyrði liljuætt en hefur nú verið flokkuð í aspasætt, Asparagaceae. Tegundir ættkvíslarinnar dreifast um norðanvert tempraðabeltið, flestar í Asíu. Þetta eru skógarplöntur sem þrífast best í skugga. 

 

Potentilla argyrophilla
Potentilla - Murur
 

Murur, Potentilla, er stór ættkvísl í rósaætt, Rosaceae, með útbreiðslusvæði um norðurhvel jarðar. Flestar blómstra gulum blómum, en nokkrar hvítum, bleikum eða rauðum. Þær þrífast best í sól í frekar þurrum, rýrum jarðvegi.​

 

Primula amoena
Primula - Maríulyklar
 

Maríulyklar, Primula, er geysistór ættkvísl um 500 tegunda í maríulykilsætt, Primulaceae. Tegundir ættkvíslarinnar dreifast víða, en mestur tegundafjöldi, um helmingur, vex í Himalajafjöllum. Þær vaxa því við breytileg skilyrði, sumar eru úrvals steinhæðaplöntur, aðrar kunna vel við sig í djúpum, frjóum jarðvegi og skugga part úr degi. Flestar eiga það þó sameiginlegt að þola illa þurrk.

Pulmonaria saccharata 'Mrs. Moon'
Pulmonaria - Lyfjurtir
 

Lyfjurtir, Pulmonaria, er ættkvísl í munablómaætt með heimkynni í Evrópu og vestanverðri Asíu. Þetta eru vorblómstrandi skógarplöntur sem eru mjög skuggþolnar.

Pulsatilla vulgaris
Pulsatilla - Geitabjöllur
 

Pulsatilla, geitabjöllur, er ættkvísl í sóleyjaætt, Ranunculaceae, með heimkynni á engjum og sléttum N-Ameríku, Evrópu og Asíu. Eins og margar aðrar plöntur í sóleyjaætt eru þær mjög eitraðar.

 

Marble Surface
bottom of page