top of page
Primula auricula
Mörtulykill
Maríulykilsætt
Primulaceae
Hæð
lágvaxin, um 20 cm
Blómlitur
gulur
Blómgun
maí - júní
Lauflitur
grágrænn
Birtuskilyrði
sól
Jarðvegur
vel framræstur, frekar rakur
pH
súrt - hlutlaust - basískt
Harðgerði
harðgerður
Heimkynni
Evrópa
Maríulyklar, Primula, er geysistór ættkvísl um 500 tegunda í maríulykilsætt, Primulaceae. Tegundir ættkvíslarinnar dreifast víða, en mestur tegundafjöldi, um helmingur, vex í Himalajafjöllum. Þær vaxa því við breytileg skilyrði, sumar eru úrvals steinhæðaplöntur, aðrar kunna vel við sig í djúpum, frjóum jarðvegi og skugga part úr degi. Flestar eiga það þó sameiginlegt að þola illa þurrk.
Fjölgun:
Skipting að vori eða hausti.
Sáning - sáð að hausti eða síðvetrar.
Fræ ekki hulið og haft úti fram að spírun.
Harðgerð vorblómstrandi planta.
bottom of page