top of page
Mýrastigi

Papaver cambricum

Gulsól

Draumsóleyjaætt

Papaveraceae

Hæð

meðalhá, um 40 cm

Blómlitur

gulur

Blómgun

miðjan júní - byrjun júlí

Lauflitur

grænn

Birtuskilyrði

hálfskuggi

Jarðvegur

lífefna- og næringarríkur, vel framræstur, rakur

pH

súrt - hlutlaust

Harðgerði

harðgerð

Heimkynni

V-Evrópa, Bretlandseyjar

Draumsóleyjar, Papaver, er ættkvísl um 100 tegunda í draumsóleyjaætt, Papaveraceae, sem vaxa víða í  Evrasíu og nokkrar í N-Ameríku. Þetta eru sólelskar, þurrkþolnar plöntur með djúpa stólparót. ​


Gulsól var upphaflega flokkuð í ættkvísl draumsóleyja, Papaver, en síðar færð í nýja ættkvísl, Meconopsis. Síðar bættust fleiri tegundir frá Asíu í Meconopsis ættkvíslina, blásólirnar, sem eru nú einkennisplöntur þeirrar ættkvíslar. Nýlegar genarannsóknir hafa nú sýnt fram á að gulsólin er ekki skyld öðrum tegundum í Meconopsis ættkvíslinni, heldur eigi frekar heima í Papaver ættkvíslinni.

Fjölgun:


Sáning - sáð að vori

Fræ ekki hulið og haft við stofuhita fram að spírun.

Harðgerð og sáir sér töluvert.

Áttu mynd eða hefurðu reynslu af þessari plöntu?

Þú getur deilt myndum og reynslusögum hér.

bottom of page