Primula

Maríulyklar

Maríulyklar, Primula, er geysistór ættkvísl um 500 tegunda í maríulykilsætt, Primulaceae. Tegundir ættkvíslarinnar dreifast víða, en mestur tegundafjöldi, um helmingur, vex í Himalajafjöllum. Þær vaxa því við breytileg skilyrði, sumar eru úrvals steinhæðaplöntur, aðrar kunna vel við sig í djúpum, frjóum jarðvegi og skugga part úr degi. Flestar eiga það þó sameiginlegt að þola illa þurrk.

Primula 'Wharfedale Hybrids'

Fræplöntur af fræi merktu 'Wharfdale Village' í ýmsum hvítum, bleikum og fjólubláum litatónum.

Primula allionii

Demantslykill

Demantslykill er lágvaxin steinhæðaplanta sem blómstrar lillableikum blómum.

Primula alpicola

Fellalykill

Fellalykill er meðalhá fjölær planta með ljós fjólubláum blómum.

Primula alpicola var. luna

Fellalykill

Fellalykill er meðalhá fjölær planta með ljós fjólubláum blómum. Var. luna er afbrigði með fölgulum blómum.

Primula alpicola var. violacea

Fellalykill

Fellalykill er meðalhá fjölær planta með ljós fjólubláum blómum. Var. violacea er afbrigði með fjólubláum blómum.

Primula amoena

Lofnarlykill

Lofnarlykill er lágvaxin, vorblómstrandi fjölær planta sem blómstrar fjólubláum blómum í apríl - maí.

Primula auricula

Mörtulykill

Mörtulykill er lágvaxin, vorblómstrandi fjölær planta sem blómstrar ljósgulum blómum í maí.

Primula capitata 'Noverna Deep Blue'

Höfuðlykill

Höfuðlykill er lágvaxin steinhæðaplanta sem blómstrar fjólubláum blómum.

Primula cockburniana

Iðunnarlykill

Iðunnarlykill er lágvaxin fjölær planta sem blómstrar appelsínugulum blómum.

Primula denticulata

Kúlulykill

Kúlulykill er lágvaxin vorblómstrandi planta með kúlulaga sveipi af blómum í mismunandi fjólubláum litatónum.

Primula denticulata 'Alba'

Kúlulykill

Kúlulykill er lágvaxin vorblómstrandi planta með kúlulaga sveipi af blómum í mismunandi fjólubláum litatónum. 'Alba' er afbrigði með hreinhvítum blómum.

Primula denticulata 'Rubin'

Kúlulykill

Kúlulykill er lágvaxin vorblómstrandi planta með kúlulaga sveipi af blómum í mismunandi fjólubláum litatónum. 'Rubin' er afbrigði með rauðbleikum blómum.

Primula elatior

Huldulykill

Huldulykill er lágvaxin vorblómstrandi planta með ljósgulum blómum.

Primula elatior 'Crescendo Pink Shades'

Huldulykill

Huldulykilsblendingur með bleikum blómum.

Primula elatior 'Hulda Mó'

Huldulykill

Huldulykill er lágvaxin vorblómstrandi planta með ljósgulum blómum. 'Hulda Mó' er sjálfsáður blendingur huldulykils og elínarlykils 'John Mo' með fölgulum blómum.

Primula elatior 'Mixed'

Huldulykill

Huldulykilsblendingar í blönduðum blómlitum, bleikum og rauðum.

Primula florindae

Friggjarlykill

Friggjarlykill er meðalhár-hávaxinn fjölæringur sem blómstrar gulum blómum.

Primula florindae 'Copper Shades'

Friggjarlykill

Friggjarlykill er meðalhár-hávaxinn fjölæringur sem blómstrar gulum blómum. 'Copper shades' eru afbrigði í appelsínugulum litatónum.

Primula florindae 'Red Shades'

Friggjarlykill

Friggjarlykill er meðalhár-hávaxinn fjölæringur sem blómstrar gulum blómum. 'Red Shades' eru afbrigði í rauðum litatónum.