top of page
Mýrastigi

Primula marginata

Silfurlykill

Maríulykilsætt

Primulaceae

Hæð

lágvaxinn, 10 - 15 cm

Blómlitur

fjólublár

Blómgun

apríl - maí

Lauflitur

grágrænn

Birtuskilyrði

sól

Jarðvegur

vel framræstur, kalkríkur

pH

hlutlaust - basískt

Harðgerði

þokkalega harðgerður

Heimkynni

Alpafjöll

Maríulyklar, Primula, er geysistór ættkvísl um 500 tegunda í maríulykilsætt, Primulaceae. Tegundir ættkvíslarinnar dreifast víða, en mestur tegundafjöldi, um helmingur, vex í Himalajafjöllum. Þær vaxa því við breytileg skilyrði, sumar eru úrvals steinhæðaplöntur, aðrar kunna vel við sig í djúpum, frjóum jarðvegi og skugga part úr degi. Flestar eiga það þó sameiginlegt að þola illa þurrk.

Fjölgun:


Skipting að vori eða hausti.


Sáning - sáð að hausti eða síðvetrar.

Fræ ekki hulið og haft úti fram að spírun.

Þokkalega harðgerður, sé frárennsli nægilegt.

Áttu mynd eða hefurðu reynslu af þessari plöntu?

Þú getur deilt myndum og reynslusögum hér.

bottom of page