Mýrastigi

Achillea millefolium 'Summer Berries'

Vallhumall

Körfublómaætt

Asteraceae

Hæð

hávaxinn, um 60 - 70 cm

Blómlitur

bleikur, kremhvítur

Blómgun

ágúst - september

Lauflitur

dökk grænn

Birtuskilyrði

sól

Jarðvegur

vel framræstur, rýr, sendinn

pH

súrt - hlutlaust - basískt

Harðgerði

sæmilega harðgerður

Heimkynni

tegundin vex villt á tempruðum svæðum í Evrópu, Asíu og N-Ameríku

Ættkvíslin Achillea, vallhumlar, tilheyrir körfublómaætt, Asteraceae. Helsta einkenni þeirra eru fínfjaðurskipt, ilmandi laufblöð og mjög smá körfublóm í sveip. Í ættkvíslinni eru um 150 tegundir sem eiga heimkynni í Evrópu, norðanverðri-Asíu og Norður-Ameríku. Fjöldi garðaafbrigða er í ræktun í ýmsum litbrigðum.

Fjölgun:


Skipting að vori


Sáning - sáð að vori

Fræ rétt hulið og haft við stofuhita (ca. 20°C) fram að spírun. Eftir spírun þarf lægra hitastig og næga birtu til að plöntur verði ekki of teygðar.

Nokkuð hávaxið garðaafbrigði af vallhumli í blönduðum bleikum og kremuðum litatónum. Ræktað af fræi frá Thompson & Morgan. Blómstrar ansi seint, yfirleitt um mánaðarmótin ágúst - september. Þarf stuðning til að blómstönglar leggist ekki út af. Þokkalega harðgerður ef frárennsli er nægilega gott.

Áttu mynd eða hefurðu reynslu af þessari plöntu?

Þú getur deilt myndum og reynslusögum hér.