top of page
Mýrastigi

Aconitum napellus

Venusvagn

Sóleyjaætt

Ranunculus

Hæð

hávaxinn, um 120 cm

Blómlitur

fjólublár

Blómgun

ágúst

Lauflitur

dökk grænn

Birtuskilyrði

sól - hálfskuggi

Jarðvegur

frjór, vel framræstur, rakur

pH

súrt - hlutlaust - basískt

Harðgerði

harðgerður

Heimkynni

V- og Mið-Evrópa

Ættkvíslin Aconitum, bláhjálmar tilheyrir sóleyjaætt, Ranunculaceae og eins og margar ættkvíslir þeirrar ættar eru bláhjálmar eitraðir. Flestir raunar svo eitraðir að á ensku nefnast þeir "wolf's bane" eða úlfabanar og voru vinsæl aðferð hjá kóngafólki fyrri alda til að ryðja keppinautum úr vegi. Bláhjálmar eru harðgerðir og  þola nokkurn skugga, en of mikill skuggi getur þó komið niður á blómgun. Þeir kunna best við sig í frjósömum, heldur rakaheldnum en þó gljúpum jarðvegi enda vaxa flestar tegundir á fjallaengjum á norðurhveli jarðar.

Fjölgun:


Skipting að vori


Sáning - þarf kaldörvun, best sáð að hausti.

Fræ hulið og haft í 2-4 vikur við stofuhita og svo er best að setja sáninguna út fram að spírun. Spírun getur verið hæg, fræ gæti spírað ári síðar og því mikilvægt að henda ekki sáningunni of snemma. Á kaldörvunartímabilinu þarf hitastigið að fara niður í -5°C í a.m.k. 4-6 vikur. Spírar best við 5-12°C.

Harðgerð planta sem hefur verið í ræktun í íslenskum görðum í áratugi. Hann er vindþolinn og þarf ekki stuðning. Hann var gjarnan gróðursettur í raðir eins og limgerði í eldri görðum. Hann þolir flestar jarðvegsgerðir, en kjörskilyrði eru frjór, lífefnaríkur jarðvegur, sem er vel framræstur en þó jafnrakur. Mjög eitruð planta.

Áttu mynd eða hefurðu reynslu af þessari plöntu?

Þú getur deilt myndum og reynslusögum hér.

bottom of page