top of page

Adenostyles alliariae

Fjallasveipur

Körfublómaætt

Asteraceae

Hæð

hávaxinn, getur náð allt að 150 cm

Blómlitur

purpurarauður

Blómgun

júlí - ágúst

Lauflitur

grænn

Birtuskilyrði

sól - hálfskuggi

Jarðvegur

lífefnaríkur, vel framræstur, frekar rakur

pH

súrt - hlutlaust - basískt

Harðgerði

harðgerður

Heimkynni

fjöll í S-Evrópu

Körfusveipir, Adenostyles, tilheyrir körfublómaætt, Asteraceae. Þetta er lítil ættkvísl sem inniheldur aðeins þrjár tegundir sem allar eiga heimkynni í Alpafjöllum.

Fjölgun:


Skipting að vori


Sáning - sáð síðvetrar eða snemma vors

Fræ rétt hulið og haft við stofuhita (ca. 20°C) fram að spírun. Ef fræ spírar ekki eftir 4 vikur, er ráðlegt að setja það í kæli í 2-4 vikur og færa það svo aftur í stofuhita. Eftir spírun þarf lægra hitastig og næga birtu til að plöntur verði ekki of teygðar.

Hávaxin planta með mjög stórgerðu laufi. Þarf frekar sólríkan stað og lífefnaríkan, vel framræstan, en þó rakan jarðveg. Vex villtur í gisnu skóglendi í frekar grýttum jarðvegi.

Áttu mynd eða hefurðu reynslu af þessari plöntu?

Þú getur deilt myndum og reynslusögum hér.

bottom of page