Adenostyles alpina
Alpasveipur
Körfublómaætt
Asteraceae
Hæð
meðalhár, um 40-50 cm
Blómlitur
lillablár
Blómgun
júlí - ágúst
Lauflitur
grænn
Birtuskilyrði
sól - hálfskuggi
Jarðvegur
lífefnaríkur, vel framræstur, frekar rakur
pH
súrt - hlutlaust - basískt
Harðgerði
harðgerður
Heimkynni
fjöll í S-Evrópu
Körfusveipir, Adenostyles, tilheyrir körfublómaætt, Asteraceae. Þetta er lítil ættkvísl sem inniheldur aðeins þrjár tegundir sem allar eiga heimkynni í Alpafjöllum.
Fjölgun:
Skipting að vori
Sáning - sáð síðvetrar eða snemma vors
Fræ rétt hulið og haft við stofuhita (ca. 20°C) fram að spírun. Ef fræ spírar ekki eftir 4 vikur, er ráðlegt að setja það í kæli í 2-4 vikur og færa það svo aftur í stofuhita. Eftir spírun þarf lægra hitastig og næga birtu til að plöntur verði ekki of teygðar.
Lágvaxin fjallaplanta sem vex villt í rökum jarðvegi á skuggsælum stöðum í fjöllum S-Evrópu. Þrífst best hér á frekar sólríkum stöðum í vel framræstum jarðvegi.